Anna Katarina við upphaf skákarinanr í gær

Anna Katarina Thoroddsen (1081), sem teflir í flokka stúlkna 10 ára og yngri, vann sína aðra skák í röð í fimmtu umferð EM ungmenna sem fram fór í fyrradag í Riga. Gunnar Erik Guðmundsson (1579), sem teflir í flokki 12 ára og yngri, gerði jafntefli.

Gunnar Erik gerði jafntefli í gær Mynd: Jón Fjörnir

Aðrar skákir töpuðust. Vignir Vatnar Stefánsson (2260), sem teflir í flokki 16 ára og tapaði fyrir ítalska alþjóðlega meistaranum Francesco Sonas (2468) en er að engu að síður í hópi efstu manna með 3½ vinning. Í dag mætir hann sænska alþjóðlega meistaranum Fabian Baenziger (2373) og verður skákin í beinni.

Vignir tapaði á fyrsta borði fyrir ítalska alþjóðlega mesitaranum Fransesco Sonas.

Gunnar Erik hefur 2½, Anna Katarina 2 vinninga, Arnar Milutin 1 vinning en Soffía Berndsen er ekki komin á blað.

Upplýsingar um árangur íslensku keppendanna má finna á Chess-Results.

- Auglýsing -