Heimsmeistaranum Magnúsi Carlsen (2842) mistókst að leggja Fabiano Caruana (2822) að velli í sjöundu umferð Sinquefield-mótsins sem fram í gær. Magnús fékk sín tækifæri sem hann nýtti ekki og var jafntefli niðurstaðan 41 leik. Ekki má semja jafntefli á mótinu og er því yfirleitt þráteflt.
Heimsmeistarinn og áskorandinn mætast næst við skákborðið fyrr en í heimsmeistaraeinvíginu í London í nóvember eftir 78 daga. Í millitíðinni teflir Caruana á Ólympíuskákmótinu í Batumi en heimsmeistarinn valdi frekar að tefla á EM taflfélaga.
Öllum öðrum skákum lauk með jafntefli. Caruna hefur hálfs vinnings forskot á Carlsen, Grischuk, Mamedyarov og Aronian.
Staðan
Áttundua og næstsíðasta umferð fer fram í kvöld og hefst kl. 18.
Þá teflir Carlsen við Mamedyarov og Caruana við Anand (2768).
- Heimasíða mótsins
- Beinar útsendingar (kl. 18)