Vel gekk hjá íslensku keppendum í sjöttu umferð EM ungmenna sem fram fór í dag. Fjórir vinningar af fimm mögulegum komu í hús.
Soffía Arndís Berndsen, sem teflir í flokki stúlkna 10 ára, Gunnar Erik Guðmundsson (1579), sem teflir í flokki 12 ára og yngri og Arnar Milutin Heiðarsson (1749), sem teflir í flokki 16 ára og yngri unnu öll. Jafntefli gerðu Anna Katarina Thoroddsen (1081), sem teflir í sama flokki og Soffía, og Vignir Vatnar Stefánsson (2260), sem teflir í flokki 16 ára og yngri. Sá síðastnefndi við svissneska alþjóðlega meistarann Fabian Baenziger (2373).

Vignir Vatnar hefur 4 vinninga, Gunnar Erik hefur 3½ vinning, Anna Katarina hefur 2½ vinning, Arnar Milutin hefur 2 vinninga og Soffía Arndís hefur 1 vinning.

Sjöunda umferð fer fram á morgun. Þá teflir Vignir við gamlan keppninaut frá Norðurlandamótunum, danska FIDE-meistarann Filip Boe Olsen (2368). Því miður verður Vignir ekki beinni á morgun. Munar einu borði.

Upplýsingar um árangur íslensku keppendanna má finna á Chess-Results.
- Heimasíða mótsins
- Chess-Results
- Beinar útsendingar (kl. 12:15)