Fjórða og síðasta vináttukeppni Team Iceland verður gegn liði Serbíu og fer fram sunnudaginn 16. september og hefst kl. 18.

Viðureignin er liður í undirbúningi Team Iceland fyrir Heimsdeildina í netskák (LCWL) sem hefst í lok september.

Lið Serba er gríðarlega sterkt (sjá hér) og líklega eitt af sterkustu liðum deildarinnar. Þeir unnu allar viðureignir sínar í 1. deild á tímabilinu sem lauk í ágúst, en töpuðu mjög óvænt í úrslitum, fyrst gegn Rússum og næst gegn Úkraínu. Þeir enduðu því í þriðja sæti á síðasta tímabili.

Keppnin verður með sama sniði og undanfarnar vikur, en fyrst er tefld leifturskák og hefst sú viðureign kl. 18. Því næst er tefld hraðskák og hefst sú rimma kl. 18:20. Athugið að keppendur þurfa að skipta um mót á milli viðureigna, en einfaldast er að nota “Tournaments” flipann á Chess.com til þess.

HVAÐ ÞARF AÐ GERA TIL AÐ TAKA ÞÁTT?

Keppendur þurfa að ganga í hópinn https://www.chess.com/club/team-iceland á Chess.com áður en keppnin hefst. Tengill á mótið verður birtur fyrir mót en hann má einnig finna í “Tournaments” flipanum á Chess.com áður en keppnin hefst.

Allir eru hvattir til að ganga í liðið, en ekki er gerð krafa um styrkleika. Því fleiri – því betra!

DAGSKRÁIN

- Auglýsing -