Nansý og Hou Yifan á Reykjavíkurskákmótinu 2012. Mynd: Hrafn Jökulsson.

Áfram höldum við með Ólympíufarann. Í dag kynnum við til leiks nýliðann Nansý Davíðsdóttur sem er að fara á sitt fyrsta Ólympíuskákmót.

Hve gamall/gömul lærðir þú mannganginn?

7 ára.

Þín helsta fyrirmynd í skák?

Hou Yifan.

Hvernig er þínum undirbúningi háttað fyrir Ólympíumótið nú?

leyndóó hehe.

Hver er að þínu mati frægasti Georgíumaður fyrr og síðar? Hér er Google og öll önnur hjálpartæki bönnuð!

Katie Melua.

Hversu oft hefur þú farið á Ólympíuskákmót?

Þetta er í fyrsta sinn.. þetta kemur.

Verður Liverpool loks enskur meistari næsta vor?

Hef ekki áhuga á Liverpool.

Hverja telur þú líklegasta til sigurs á Ólympíuskákmótinu?

Sá besti hlýtur að vinna. 

Uppáhalds sjónvarpsþáttur?

Scream.

Minnistæðasta augnablik á Ólympíuskákmóti.

Ég hef aldrei farið…

Hverjum spáir þú sigri í forsetakosningum FIDE?

Ég veit það ekki maður.

Við hvaða haf liggur Batumi. Hér er Google og öll önnur hjálpartæki bönnuð!

Svartahaf?

Minnistæðasta skák á Ólympíuskákmóti?

Ég hef ekki farið á Ólympíuskákmót.

Með hverjum þremur (lífs eða liðnum) myndir þú vilja eiga kvöldmáltíð með og af hverju?

Lovíu, Evu og Halldóru því Lovísa kann að elda. 

- Auglýsing -