Ólympíuskákmótið verður sett á morgun í Búdapest 10. september nk. og stendur til 22. september. Ísland sendir tvö lið til keppni og fram að móti kynnum við einn fulltrúa á dag. Nú kynnum við til leiks, fyrsta borðs manninn, í opnum flokki, Vigni Vatnar Stefánsson, sem teflir á sínu fyrsta Ólympíuskákmóti.
Nafn
Vignir Vatnar Stefánsson
Kasparov eða Carlsen?
Carlsen
Félag
Breiðablik
Hvernig er þínum undirbúningi (skáklegum, andlegum og líkamlegum) háttað fyrir Ólympíumótið nú?
Búinn að vera tefla út um allt í sumar og stúdera eins og brjálæðingur síðan bara alltaf að lyfta í ræktinni!
Hvaða Ungverjar hafa teflt heimsmeistaraeinvígi í skák?
Leko og Susan Polgar sennilega.
Hvað lið verður í öðru sæti í ensku úrvalsdeildinni á eftir Man. City?
Ætli það sé ekki b liðið hjá Man city sem er Arsenal.
Hvaða Ungverji var upphafsmaður Búdapest-afbrigðisins í lok 19. aldar? Manstu eftir einhverjum Íslendingum sem hafa teflt það í gegnum tíðina?
Ekki hugmynd hver var upphafsmaðurinn en mig minnir að Stefán Kristjáns heitinn hafi teflt þetta gegn Héðni í mikilvægri skák á Íslandsmótinu 2013 og unnið! Annars dettur mér bara í hug Hrafn Jökuls og Gunnar Björnsson!
Bókin á náttborðinu?
Biblían og síðan er ég alltaf með skákbók líka sem er núna Sokolov E4 structures sem er frábær.
Hversu oft hefur þú farið á Ólympíuskákmót?
Aldrei en ég átti að fara til Indlands 2022 en ég fékk covidið deginum áður.
Hvað er það síðasta sem þú horfðir á Netflix (eða annarri sjónvarpsveitu)?
Hefurðu teflt á First Saturday-móti – eða öðru móti í Ungverjalandi?
Hef ekki teflt á first saturday en ég hef teflt í GM grúbbu móti sem heitir six days sem ég vann og síðan hef ég teflt einu sinni á opnu móti í Budepest.
Hvernig finnst þér ungverks gúllassúpa?
Hvaða Íslendingur tapaði fyrir tveimur Polgar-systranna á Reykjavíkurskákmótinu 1988?
Ég skýt á Sævar Bjarnasson út af Helgi Áss sagði það.
Hverja telur þú líklegasta til sigurs á Ólympíuskákmótinu í opnum og kvennaflokki?
Indland tekur báða flokka.
Donald eða Kamala?
Donald Trump
Besta skák sem þú hefur teflt á Ólympíuskákmóti eða annarri liðakeppni
Held ég eigi bara engar góðar skákir í liðakeppni en verð vonandi með margar góðar eftir Ólympíumótið.
Ding eða Gukesh?
Gukesh mun pakka Ding saman.
Sterkasti skákmaður, lífs eða liðinn, af ungverskum ættum? Hér er Google og öll önnur hjálpartæki bönnuð!
Steinitz, Leko og Rapport.
Helsta fyrirmynd í skák og af hverju?
Ég er með kafla á vignirvatnar.is sem heitir fyrirmyndir mínar þar sem ég fer yfir skákir hjá mörgum fyrirmyndum mínum eins og Carlsen, Capablanca, og Jóhann Hjartarsson sem dæmi, en ég er líka með kafla um minn allra uppáhalds sem er Friðrik Ólafsson sem þarf nú varla að útskýra, Hann er geitin!
Við höldum svo áfram að kynna Ólympíufarinn – einn á dag!
- GM Vignir Vatnar Stefánsson – opinn flokkur
- GM Guðmundur Kjartansson – opinn flokkur
- GM Hannes Hlífar Stefánsson – opinn flokkur
- IM Hilmir Freyr Heimisson – opinn flokkur
- GM Helgi Áss Grétarsson – opinn flokkur
- GM/FST Helgi Ólafsson – liðsstjóri
- WGM Lenka Ptácníková – kvennaflokkur
- Jóhanna Björg Jóhannsdóttir – kvennaflokkur
- WFM Hallgerður Helga Þorsteinsdóttir – kvennaflokkur
- Iðunn Helgadóttir – kvennaflokkur
- Guðrún Fanney Briem – kvennaflokkur
- FM/FT Ingvar Þór Jóhannesson – liðsstjóri
- IA/FM Róbert Lagerman – skákstjóri
- Gunnar Björnsson – FIDE-dindill