Ingvar Þór Jóhannesson.

Áfram höldum við með Ólympíufarann. Í dag kynnum við til leiks Ingvar Þór Jóhannesson sem er fararstjóri hópsins.

Hve gamall/gömul lærðir þú mannganginn?

Hef líklegast verið svona 6-7 ára og elti frænda minn Kjartan Maack svo á æfingar ef ég man rétt.

Þín helsta fyrirmynd í skák?

Stöðulegir skákmenn alltaf verið mínir menn. Kramnik þegar hann var heimsmeistari, Karpov, Úlfurinn, Capablanca….og svo er Magnús auðvitað bestur!

Hvernig er þínum undirbúningi háttað fyrir Ólympíumótið nú?

Ýmis verk sem þarf að hlaupa í og er að æfa tæknileg atriði þannig að vonandi sé hægt að vera með skemmtileg vídeó, pistla og svo mun ég hjálpa mönnum við undirbúning fyrir mót og meðan á móti stendur.

Hver er að þínu mati frægasti Georgíumaður fyrr og síðar? Hér er Google og öll önnur hjálpartæki bönnuð!

Ég þekki bara skákmenn þannig að ég segi Zurab…tjahh eða kannski bara Nona frænka!! Segi til vara Roman Dzindzichasvhili bara til að sjá hvort ég nái að grísa á að stafa hann rétt (ekkert google hér!)

Hversu oft hefur þú farið á Ólympíuskákmót?

Tvisvar sem liðsstjóri í Trömsö 2014 og Baku 2016

Verður Liverpool loks enskur meistari næsta vor?

Nei, Manchester City…..en ég er viss um að ég mun sjá svona 13.000 Facebook statusa um að Liverpool taki þetta í ár fram að því!

Hverja telur þú líklegasta til sigurs á Ólympíuskákmótinu?

Bandaríkjamenn endurtaka leikinn frá því í Baku. Rosalega þrenna hjá þeim auk þess sem Shankland er kominn vel yfir 2700 og loks gætu þeir mögulega bætt Dominguez við sem væri svakalegt! Rússarnir virðast ekki jafn þéttir og áður.

Uppáhalds sjónvarpsþáttur?

Seinfeld, alltaf hægt að horfa á aftur og aftur. Friends close second.

Minnistæðasta augnablik á Ólympíuskákmóti.

Trömsö 2014 þá fékk liðsmaður Seychelles-eyja hjartaáfall í miðri umferð, það var ekki skemmtileg reynsla en því miður nokkuð minnisstæð. Gleðilegri minning væri kannski í fótbolta í Tromsö 2014 þegar Magnus bað um sendingu og kallaði mig réttu nafni.

Hverjum spáir þú sigri í forsetakosningum FIDE?

Dvorkovich tekur þetta!

Við hvaða haf liggur Batumi. Hér er Google og öll önnur hjálpartæki bönnuð!

Svartahaf. Held það sé algjör grís að ég var að tala um þetta um daginn við forseta vorn sem þekkir þetta betur.

Minnistæðasta skák á Ólympíuskákmóti?

Ein af mínum uppáhalds er Nogueiras vs Helgi Ólafsson frá því í „gamla daga“.  Af þeim mótum sem ég hef komið á verð ég að segja Jóhann gegn Yilmaz. Þó hún hafi endað í jafntefli lærði ég mikið um „fyrirbyggjandi taflmennsku“ á þeirri skák.

Með hverjum þremur (lífs eða liðnum) myndir þú vilja eiga kvöldmáltíð með og af hverju?

Michael Jordan, Tiger Woods og Björgvini Kristbergssyni, allt winnerar og kristalla frasann “létt mót”

- Auglýsing -