Topalov og Kasparov.

Þessa dagana tefla 10 skákmenn Fischer-slembiskák í St. Louis í Bandaríkjunum. Fyrirkomulagið er óvenjulegt en teflt er eftir einvígisfyrirkomulagi og mætir þrettándinn, heimsmeistarinn, Garry Kasparov Búlgaranum Veselin Topalov.

Einvígin fimm og staðan eftir 12 skákir

  • Garry Kasparov vs Veselin Topalov (8-4)
  • Hikaru Nakamura vs Peter Svidler (6-6)
  • Wesley So vs Anish Giri (9-3)
  • Sam Shankland vs Maxime Vachier-Lagrave (5,5-6,5)
  • Levon Aronian vs Leinier Dominguez (8-4)

Óneitanlega vekur fyrstnefnda einvígið langmesta athygli. Kasparov hefur átt erfitt uppdráttar. Staðan er 8-4 Búlgaranum í vil.

Mótinu er framhaldið í kvöld og lýkur á morgun.

Nánar má lesa um mótið skemmtilega á Chess.com.

- Auglýsing -