Helgi Ólafsson að tafli í Eyjum.

Í dag kynnum við leiks Helga Ólafsson sem langreyndasti Ólympíufarinn að þessu sinni.

Hve gamall/gömul lærðir þú mannganginn?

Fimm eða sex ára

Þín helsta fyrirmynd í skák?

Á enga fyrirmynd

Hvernig er þínum undirbúningi háttað fyrir Ólympíumótið nú?

Ég er landsliðsþjálfari. Of langt mál að ræða undirbúning.

Hver er að þínu mati frægasti Georgíumaður fyrr og síðar? Hér er Google og öll önnur hjálpartæki bönnuð!

Stalín kemur upp í hugann.

Hversu oft hefur þú farið á Ólympíuskákmót?

Þetta er 19 sinn

Verður Liverpool loks enskur meistari næsta vor?

Hugsa ekkert um enska boltann.  Of mikið af illa fengnu fé í umferð.  

Hverja telur þú líklegasta til sigurs á Ólympíuskákmótinu?

Armenar, Aserar og Rússar.  

Uppáhalds sjónvarpsþáttur?

Horfi helst á Netflix þætti en enginn sem ég tek sérstaklega út úr. The Crown er góð sería.

Minnistæðasta augnablik á Ólympíuskákmóti.

Þau eru mörg.

Hverjum spáir þú sigri í forsetakosningum FIDE?

Rússneski frambjóðandinn vinnur.  

Við hvaða haf liggur Batumi. Hér er Google og öll önnur hjálpartæki bönnuð!

Svarta haf.

Minnistæðasta skák á Ólympíuskákmóti?

Skákin á móti Timman á Möltu 1980 kemur upp í hugann

37…Dxg1+!!

Með hverjum þremur (lífs eða liðnum) myndir þú vilja eiga kvöldmáltíð með og af hverju?

Alltaf sama svarið hjá mér: frægir og nafntogaðir eru ekki á lista,  heldur góðir vinir.

- Auglýsing -