Íslensku liðin unnu bæði sigur í dag þó tæpt hafi það staðið í opna flokknum. Stelpurnar í kvennaflokki unnu öruggan 4-0 sigur á Möltu en karlarnir þurftu að hafa verulega fyrir sínum sigri gegn S-Kóreu og í stöðunni 1.5-1.5 sigldi Jóhann Hjartarson sigrinum heim í annað skiptið í mótinu með því að leggja sinn andstæðinga að velli. Mikilvægur sigur hjá Jóhanni en stutt var í að hægt væri að missa skákina niður í jafntefli.

Nú tekur við frídagur á morgun, laugardag, og vonandi ná liðin að hlaða batteríin vel og koma af krafti inn í seinni hluta mótsins.

Beinar útsendingar á Skak.is: Opinn flokkur | Kvennaflokkur

Viðureignir dagsins á Chess24: Opinn flokkur | Kvennaflokkur

Mótið á chess-results 5.umferð: Opinn flokkur | Kvennaflokkur

Myndaalbúm: 5.umferð

- Auglýsing -