Íslensku liðin munu reyna að rétta úr kútnum í 5. umferðinni í dag eftir dapran dag í 4. umferð. Góðir sigrar í dag kæmur liðunum í ágætis mál fyrst frídag mótsins með 3 sigra og 2 töp.

Í opnum flokki mætum við liði S-Kóreu. Ísland hefur aldrei mætt þeim áður á Ólympíumóti og S-Kóreu menn eru frekar lágt skrifaðir stigalega og er ekkert annað en sigur í boði.

Sama má segja í kvennaflokki. Lið Möltu hefur veikari 1. borðs mann en við höfum á 4. borði. Ísland og Malta hafa aldrei mæst í kvennaflokki.

 

Beinar útsendingar á Skak.is: Opinn flokkur | Kvennaflokkur

Viðureignir dagsins á Chess24: Opinn flokkur | Kvennaflokkur

Mótið á chess-results 5.umferð: Opinn flokkur | Kvennaflokkur

- Auglýsing -