Mynd: Chess.com/Maria Emelianova

Arkady Dvorkovich var rétt í þessu kjörinn forseti FIDE. Hann hlaut 103 atkvæði á móti 78 atkvæðum Georgios Makropoulos.

Nigel Short hafði áður dregið framboð til baka og lýsti um leið yfir stuðningi við Dvorkovich.

Ljóst var á fundinum hvert stefndi og kynningar frambjóðenda voru afar misjafnar að gæðum sem án efa skilaði mörgum atkvæðum á lokametrunum til Rússans.

Ég hef sjálfur mjög góða tilfinningu fyrir nýjum forseta FIDE og tel að undir hans forystu geti vegur sambandins vænkast.

 

 

- Auglýsing -