Íslensku liðin riðu ekki feitu hesti frá viðureignum dagsins. Tvö töp voru niðurstaðan.

Í opnu flokki leit snemma út fyrir að stefndi í 2-2 jafntefli þar sem enginn fékk í raun mjög góða stöðu. Niðurstaðan varð hinsvegar að á tveim neðstu borðunum sneru Svíar taflinu sér í vil og unnu á endanum 1-3 sigur.

Lítið gekk upp í kvennaflokki og dapur 1-3 ósigur varð staðreynd gegn albönsku liði sem fyrirfram hefði átt að teljast nokkuð líklegur sigur. Lenka bjargaði tapaðri stöðu yfir í vinning í stöðunni 0-3 og rétti hlut Íslands.

Íslensku liðin verða virkilega að spýta í lófana og ná í tvo sigra í lokaumferðunum til að bjarga þessu móti!

- Auglýsing -