Ólympíuskákmótið í Batumi – pistill 9. umferðar

703
0
Íslensku liðin töpuðu bæði viðureignum sínum í dag. Mjög slæmur dagur og aðeins ein skák vannst í báðum flokkum.

 

Opinn flokkur:

Íslendingar gerðu jafntefli á tveimur efstu borðunum en Hannes Hlífar og Helgi Áss misstu báðir flugið í sínum skákum og urðu að lúta i lægra haldi.

Skákir karlanna eru hér að neðan, hægt er að velja skák í flettiglugganum (…)

Kvennaflokkur:

Íslenska liðið náði sér engan veginn á strik í kvennaflokki. Aðeins Lenka Ptacnikova vann sína skák en hinar töpuðust.

Skákir úr kvennaflokki eru hér að neðan, hægt er að velja skák í flettiglugganum (…)

Gangur mótsins

Pólverjar unnu magnaðan sigur á Bandaríkjamönnum. Kacper Piorun lagði Nakamura og aðrar skákir enduðu með jafntefli. Pólverjar fá grjótharða Kínverja næst en ljóst er að um ein óvæntustu úrslit í langan tíma ef ekki allra tíma myndu eiga sér stað á þessu Ólympíumóti ef Pólverjarnir halda út lokaumferðirnar.

Kínverska kvennasveitin hefur tekið forystu í kvennaflokki en spennan þar er einnig ekki síðri en í opna flokknum.

10. umferð

Bæði lið tefla töluvert niður fyrir sig í 10. umferðinni. Karlarnir fá Kósóvó en stelpurnar Hong Kong. Mikilvægt er að ná sigri í 10. umferð og ná svo góðum úrslitum í lokaumferðinni.

Skák dagins:

Mamedyarov prakkaðist aðeins í hinum nánast ósigrandi Ding Liren og vakti upp biskup!

Áframhaldandi umfjöllun verður hér á Skak.is

 

Beinar útsendingar á Skak.is: Opinn flokkur | Kvennaflokkur

Viðureignir dagsins á Chess24: Opinn flokkur | Kvennaflokkur

Mótið á chess-results 9.umferð: Opinn flokkur | Kvennaflokkur

Myndapakki: Íslenskir skákmenn á Facebook

 

Hlaðvarp 9. umferð: Ólympíuhlaðvarpið

- Auglýsing -