Viðureignir dagsins eru komnar af stað á Ólympíuskákmótinu í Batumi.

Karlarnir í opna flokknum etja kappi við lið Svía en kvennaliðið fær lið Albaníu.

Svíar eru stigahærri en Íslendingar og eru númer 32 í stigaröð gegn 44 hjá Íslendingum. Íslendingar unnu frægan 4-0 sigur á Svíum á Evrópumótinu á Íslandi árið 2015 og Svíar hyggja vafalítið á hefndir!

Lenka Ptacnikova er mætt til leiks gegn Albaníu og Ísland er með stigahærra lið í þessari viðureign. Mjótt er þó á mununum á þriðja og fjórða borði og ljóst að brugðið getur til beggja vona. Sigur hér væri einstaklega vel tímasettur svona rétt fyrir lok móts!

Beinar útsendingar á Skak.is: Opinn flokkur | Kvennaflokkur

Viðureignir dagsins á Chess24: Opinn flokkur | Kvennaflokkur

Mótið á chess-results 8.umferð: Opinn flokkur | Kvennaflokkur

- Auglýsing -