Magnús Carlsen fylgist með félögum sínum í stuttbuxunum! Mynd: Heimasíða mótsins.

Það var ýmist í ökkla eða eyra hjá íslensku sveitunum í þriðju umferð EM taflfélaga í gær. Víkingar í fornöld fóru ránshendi til Írlands og það gerði Víkingaklúbburinn einnig í gær.

Davíð Kjartansson að tafli í Porto Carras. Mynd: Heimasíða mótsins.

Stórsigur á írsku sveitinni St Benildus.

Taflfélag Reykjavíkur fékk heldur sterkari sveit en Víkingar en þeir mættur asersku ofursveitinni Odlar Yurdu sem er skipuð landsliði Asera að Radjabov undanskyldum Skiptu engu þótt að Aserarnir hvíldu Shakhriyar Mamedyarov (2820) því þeiru unnu sannfærandi sigur 6-0.

Guðmundur Kjartanson veitti hetjulega baráttu í gær – en það dugði ekki til. Mynd: Heimasíða mótsins.

Guðmundur Kjartansson veitti hetjunlega baráttun á fyrsta borði en það ekki dugði til jafnteflis. Gaman að fá tækifæri til að mæta slíkri sveiti þó enn skemmtilegra hefði verið ef einhver punktur hefði komið í hús.

TR mætir í dag sveit frá Lúxemborg sem ber nafnið Gambit Bonnevoie. Sú sveit er töluvert lakari en sveit TR þrátt fyrir að hafa doktor á fyrsta borði.

Víkingar mætta finnsku sveitinni SK Comeon. Þar er athyglisvert að sjá að sjötta borðs maðurinn hefur 1592 skákstig. Þrátt fyrir það eru Finnarnir sterkari á pappírnum en Víkingar.

Magnús teflir á stuttbuxum

Heimsmeistarinn Magnús Carlsen er ekki ángæður með hitastigið í skáksal. Telur vera of heitt. Heimsmeistarinn hefur gripið til þess að ráðs að tefla í stuttbuxum sem bannað er í reglum ECU.

Hvort að mótshaldarar eða ECU bregðist við klæðnaði Magnúsar, ef hann heldur áfram að mæta í stuttbuxum, er ekki ljóst.

Um mótið

Evrópukeppni taflfélaga fer fram í Porto Carras í Grikklandi. Tvö íslensk taflfélög taka þátt. Annars vegar eru það Íslandsmeistarar Víkingaklúbbbins og hins vegar Taflfélag Reykjavíkur. TR sendir sterkt lið til leiks. Lið þeirra hefur meðalstigin 2419 skákstig og er hið 19. stigahæsta af 61 sveit. Lið Víkingaklúbbins er töluvert lakara. Meðalstigin eru 2178 skákstig og er liðið nr. 47 í styrkleikaröðinni.

Spurning dagsins

Skákmenn í Porto Carres: Hvenær byrjar EM-hlaðvarpið?

- Auglýsing -