Henrik Danielsen að tafli á REykajvíkurskákmótinu.

Stjúpfeðgarnir Hilmir Freyr Heimisson (2271) og Henrik Danielsen (2502) tefla þessa dagana báðir í Danaveldi. Hilmir í Esbjerg en Henrik í Álaborg. Þeim gengur báðum vel og eru í toppbaráttunni.

Hilmir Freyr Heimisson (2271) hefur 4½ vinning eftir 7 umferðir á alþjóðlegu móti í Esbjerg. Í gær tapaði hann annars vegar fyrir danska alþjóðlega meistaranum Mikkel Djernæs Antonsen (2429) og vann sænska FIDE-meistarann Tom Rydström (2320). Í dag eru tefldar tvær umferðir. Í fyrri umferð dagsins teflir hann við Bjarne Light (2194) og í þeirri síðari við FIDE-meistarann Tobias Valentin Rostgaard (2396).

Tíu skákmenn taka þátt í þessu “turbo-móti” sem fram fer á fimm dögum. Tefla allir við alla.

Henrik vann í gær úkraínska alþjóðlega meistarann Bogdan Borsos (2277) í sjöttu og næstsíðustu umferð. Henrik er í 2. sæti með 5 vinninga. Í lokaumferðinni sem fram fer í dag teflir hann við lettneska stórmeistarann Evgeny Sveshnikov (2478) í hreinni úrslitaskák. Henrik þarf að vinna skákina til að vinna mótið.

Ríflega 60 skákmenn tefla í Álaborg.

- Auglýsing -