Fyrri hluti Íslandsmóts skákfélaga fer fram 8.-11. nóvember nk. í Rimaskóla. Nánari upplýsingar um mótið má finna hér.

Lokafrestur til að skipta um félag fyrir keppnina nú er á miðnætti í kvöld, föstudagskvöldið, 19. október. Skila þarf félagaskiptum á þar til gerðu eyðublaði sem finna má hér.

Þó mega þeir sem eru utan félaga og án skákstiga ganga í félag og tefla með því á Íslandsmóti skákfélaga þótt félagaskiptin séu ekki tilkynnt í dag.

Upplýsingar um þegar skráðar sveitir á Íslandsmóti skákfélaga má finna hér. Skráning fer fram í gula kassanum á Skák.is

- Auglýsing -