FIDE-meistarinn tilvonandi Hilmir freyr!

Hilmir Freyr Heimisson tefldi á Xtracon-mótinu á Helsingjaeyri í júlí-ágúst sl. Hann skilaði fyrir skemmstu pistli til Skáksambandsins.

—————

Í júlí sl. tefldi ég á Xtracon mótinu í Helsingør í Danmörku og var það í þriðja skipti sem ég var með. Það var teflt í Konventum sem fyrr, sem skiptist í mörg rými og því telft út um allt hús, mér finnst mótið ávallt vera gott og skemmtilegt og ég mæli svo sannarlega með þessu móti.

Ég og nokkrir félagar leigðum saman sumarhús sem var staðsett einhverja 5 km í burtu. Ég og félagi minn hjóluðum á skákstað á hverjum degi, til að fá smá hreyfingu fyrir skákir.

Ég var vel undirbúinn fyrir hverja skák og vann alla stigalægri andstæðinga og náði tveimur jafnteflum móti stigahærri og endaði með 6 vinninga af 10 mögulegum, ég tapaði tveimur skákum, vann fimm og gerði tvö jafntefli.
Mig langar að sýna skák frá 7. umferð þar sem ég hafði hvítt á móti GM Grigor Grigorov (2506).

- Auglýsing -