Örn Alexandersson hlaut bronsið

Svo hljómar fyrirsögn á heimasíðu sænska skáksambandsins. Í greininni er fjallað um þátttöku átján íslenskra skákmenna á Hasselbacekn-mótinu í Svíþjóð. 17 ungmenni og einn afi tóku þátt frá Breiðabliki og Grindavík. Í greininni er talað við Agnar Tómas Möller og Siguringa Sigurjónsson.

Bæði Breiðablik og Siguringi frá Breiðabliki stóðu fyrir þessari hópferð sem gekk frábærlega. Afar gott framtak.

Séð yfir skáksalinn. Mynd: Kjartan Briem

Hasselbacken-mótinu í Stokkhólmi er lokið en það fór fram um helgina í Stokkhólmi. Átján íslenskir skákmenn tóku þátt og stóðu sig flestir prýðilega. Örn Alexandersson endaði í 3. sæti í b-flokknum (Lilla Hasselbacken Chess Open).

Fulltrúar Íslands. Blikakrakkar að ofan en grindvísku “krakkarnir að neðan. 

A-flokkur 

Átta íslenskir skákmenn tóku þátt. Fleistir úr Hörðuvallaskóla. Vinningafjöldi þeirra var sem hér segir:

Vignir Vatnar Stefánsson (2283) hlaut 5 vinninga, Stephan Briem (2062) hlaut 4½ vinning, Arnar Heiðarsson (1850) og Benedikt Briem (1804) hlutu 4 vinninga, Birkir Ísak Jóhannsson (1949) hlaut 3½ vinning, Sverir Hákonarson (1521) og Gunnar Erik Guðmundsson (1569) hlutu 3 vinninga og Óskar Hákonarson (1156) hlaut 2 vinninga.

Langflestir íslensku keppendanna hækkuðu á skákstigum á mótinu. Mestar hækkanir fengu:

Benedikt (+44), Arnar Milutin (+35), Sverrir Hákonarson (+34) Stephan Briem (+26), Birkir Ísak og (+22) Gunnar Erik (+14).

Lokastaðan í a-flokki

B-flokkur

Í b-flokki tefldu 10 íslenskir skákmenn

Örn Alexandersson (1451) stóð best allra og hlaut 6½ vinning. Endaði í 1-3. sæti en fékk þriðja eftir stigaútreiknign. Ísak Orri Karlsson (1308) stóð sig einnig vel og hlaut 5½ vinning. Stigabreytingar þeirra eru: Ísak (+51) Örn (+41)

Tómas Möller (1225) og Guðrún Fanney Briem hlutu 3½ vinning, Gunnar O. Sigurðsson hlaut 3 vinninga, Flovent Rigvel Adhikari og Svanhildur Róbertsdóttir fengu 2½ vinning, Hrafnkell Heiðar Sigurðsson og Hjörtur Jónas Klemensson fengu 2 vinninga og Kristólína Ósk Guðjónsdóttir hlaut 1 vinninga. Krakkarnir úr Grindavík voru að tefla á sínu fyrsta móti.

Lokastaðan í b-flokki

- Auglýsing -