Fabi og Magnús við upphaf skákarinnar. Mynd: Chess.com/Mike Klein.

Jafntefli varð í fimmtu skák heimsmeistaraeinvígis þeirra Fabiano Caruana (2832) og Magnúsar Carlsen (2835) í fjörugri og skemmtilegri skák. Peðsfórnirnir fuku á báða kanta en jafntefli var samið eftir 35 leiki. Fjörugasta skákin síðan í upphafsskákinni.

Caruana breytti út af fyrri skákum í sjötta leik þegar han lék 6. b4!

Magnús þurfti að ryfja upp leikjaraðir eftir 6. b4. Mynd: Chess.com/Mike Klein.

Þetta er þó ekki í fyrsta skipti sem heimsmeistarinn fær þennan leik á sig því hollenski stórmeistarinn Daniel Stellwagen lék honum á móti honum þegar hann var unglingur árið 2005. Þá drap Carlsen með peði – en valdi að drepa með riddara núna.  Heimsmeistarinn hafði byrjunina á hreinu og tefldi hressilega.

13…Da5! 14. cxd6 Be6! 15. Dc7 Dxc7 16. dxc7 Rc6.

Carlsen með auðteflanlegri stöðu þótt að tölvurnar meti hana jafna. Caruana var hins vegar með sitt á hreinu og tefldi vel og heimsmeistarinn komst ekkert áfram. Jafntelfi samið eftir 35 leiki.

„Lekamálið“ er þegar farið að hafa alvarlegar afleiðingar. Fyrsta fórnarlamb lekamálsins er ástralíski stórmeistarinn og skákblaðamaðurinn Ian Rogers.

Skýringar Sam Shankland um skákina má finna hér.

Magnús fór á kostum á blaðamannafundinum nú eins og stundum áður.

 

Ingvar Þór Jóhannesson fer yfir skákina á Youtube.

Sjötta skákin fer fram á morgun og hefst kl. 15. Þá hefur Magnús hvítt.

Hvar er best að fylgjast með einvíginu:

- Auglýsing -