Carlsen og Caruna við upphaf fimmtu skákarinnar.

Jafntefli varð í sjöttu skák heimsmeistaraeinvígis þeirra Fabiano Caruana (2832) og Magnúsar Carlsen (2835) í skák þar sem riddararnir voru heldur betur í aðalhlutverki. Heimsmeistarinn tefldi byrjunina rólega og náði áskorandinn að jafna taflið auðveldlega og fékk svo betra tafl og vinningsmöguleika. Ekki tókst honum að vinna og virðist hafa getað unnið skák með ótrúlegri leið sem enginn mannlegur mátt gat en ofurtölvua sá.

Magnús komi öllum strax á óvart í upphafi skákarinnar þegar hann lék 4. Rd3.

Upp hófust miklir riddaraleikir.

Fabi svaraði 7. Rd5 með 7…Rd4! Framhaldið varð 8. Rxe7 Rxe2 9. Rd5 Rd4 10. Ra3 Re6

Carlsen tefldi ekki framhaldið alveg nógu vel og fékk Caruana betri stöðu. Magnús fórnaði manni og virtist hafa náð að búa til óbrjótanlegt virki (fortress).

Ofurtölvan Sesse segir að hvítur sé mát í 30. leikjum léki svartur 68…Bh4! Ekki ætlar ritstjóri að reyna að útskýra af hverju enda áttu menn eins og Peter Svidler í mestu vandræðum að gera svo. Sá má vinningsleiðina á Chess.com.

Carlsen átti bágt með að trúa þessu.

 

Jafntefli var samið eftir 80 leiki.

Skýringar Sam Shankland um skákina má finna hér.

Ingvar Þór Jóhannesson fer yfir skákina á Youtube.

Frídagur er í dag. Sjöunda skákin fer fram á morgun.

Hvar er best að fylgjast með einvíginu:

- Auglýsing -