Einvígi Magnús Carlsen og Fabiano Caruana við taflið í gær. — AFP

Heimsmeistarinn Magnús Carlsen missti af fjölmörgum vinningsleiðum í fjörugri fyrstu einvígisskák við áskorandann Fabiano Caruana í London í gær og varð að sætta sig við jafntefli eftir 115 leiki. Norðmaðurinn fékk snemma betri stöðu og gat a.m.k. tvisvar knúið fram sigur með því að ráðast með drottningu sína inn fyrir herbúðir hvíts. Segja má að kantpeð á h-línunni hafi kostað hann sigurinn en með því að leika því fram gafst Caruana tími til að koma kóngi sínum í skjól.

Þetta heimsmeistaraeinvígi, eins og öll önnur sem haldin hafa verið síðustu áratugina, speglast í því frægasta sem nokkru sinni hefur verið haldið, einvígi Fischer og Spasskí í Reykjavík sumarið 1972. Tengingin hefur sjaldan verið sterkari en nú, því vinni Caruana verður hann annar Bandaríkjamaðurinn í skáksögunni til að hampa heimsmeistaratitlinum.

Fabiano Caruana fæddist árið 1992 í Miami í Florida, sonur ítalskrar móður og bandarísks föður, ólst upp í Brooklyn-hverfi í New York, eins og Fischer, og tók þar sín fyrstu skref í skákinni. Árangur Caruana gegn Magnúsi í 29 kappskákum er ekki góður. Hann er talinn sterkari í byrjunum en leiktækni Magnúsar þykir frábær. Þetta er þriðja titilvörn hans. Á dagskrá eru 12 skákir.

Teflt er í The College, þriggja hæða byggingu miðsvæðis í London, byggðri á veldisárum Viktoríu drottningar á ofanverðri 19. öld og andi þessa tímabils sem kennt er við hana svífur þar yfir í hverjum krók og kima:

London 2018; 1. skák:

Fabiano Caruana – Magnús Carlsen

1. e4 c5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 g6 4. Bxc6 dxc6 5. d3 Bg7 6. h3 Rf6 7. Rc3 Rd7 8. Be3 e5 9. O-O b6 10. Rh2 Rf8 11. f4 exf4 2. Hxf4 Be6 13. Hf2 h6 14. Dd2 g5!?

Magnús tók drjúgan tíma á þennan kröftuga leik sem hefur bæði kosti og galla, veikir f5-reitinn en kemur riddara til g6 og nær góðu tangarhaldi á e5-reitnum.

15. Haf1 Dd6 16. Rg4 O-O-O 17. Rf6 Rd7! 18. Rh5 Be5 19. g4 f6 20. b3

Hann mátti alls ekki leika 20. Rf7 vegna 20. … h5! 21. Rxh5 Bf7 o.s.frv.

20. .. Bf7 21. Rd1 Rf8!?

Óvænt peðsfórn. Hann átti annan sterkan leik, 21. .. Hhg8 sem hótar 22. … Bxh5 23. gxh5 g4 með sterkri stöðu.

22. Rxf6 Re6 23. Rh5 Bxh5 24. gxh5 Rf4 25. Bxf4 gxf4 26. Hg2 Hhg8 27. De2 Hxg2+ 28. Dxg2 De6 29. Rf2 Hg8 30. Rg4 De8!

Beinir skeytum sínum að h5-peðinu.

31. Df3 Dxh5 32. Kf2!

Vel leikið í tímahraki, kóngurinn gæti átt gott skjól á e2.

32. … Bc7! 33. Ke2?

Hann er of fljótur á sér og tíminn var naumur. Best var 33. e5!

33. … Dg5 34. Rh2 h5?

Óþarfi, eftir 34. .. De5! er hvítur varnarlaus.

35. Hf2 Dg1 36. Rf1

-Sjá stöðumynd-

36. … h4?

Alveg eins og í 34 leik virtist hann lokaður fyrir möguleikanum 36. .. Dg7! og sí ðan ryðst drottningin inn eftir því sem verkast vill á b2, c3 eða a1.

37. Kd2? Kb7 38. c3 Be5 39. Kc2 Dg7 40. Rh2 Bxc3 41. Dxf4 Bd4

42. Df7+! Ka6 43. Dxg7 Hxg7 44. He2 Hg3 45. Rg4 Hxh3 46. e5!

Loksins hefur Caruana náð mótspili.

46. … Hf3 47. e6 Hf8 48. e7 He8 49. Rh6 h3 50. Rf5 Bf6 51. a2 b5 52. b4 cxb4 53. axb4 Bxe7 54. Rxe7 h2 55. Hxh2 Hxe7

Þetta hróksendatafl er tiltölulega einfalt jafntefli en Magnús reyndi lengi að vinna. Eftir 115 leiki sættist hann loks á skiptan hlut.

Önnur skák einvígisins hefst í dag kl. 15.

Skákþættir Helga Ólafssonar í Morgunblaðinu birtast viku síðar á Skák.is. Þessi skákþáttur birtist 10. nóvember 2018.

Skákþættir Morgunblaðsins.

- Auglýsing -