Frá Íslandsmótinu í atskák. Mynd: KÖE

Alþjóðlegi meistarinn Jón Viktor Gunnarsson (2432) er efstur eftir fyrri dag Íslandsmótsins í atskák sem fram fer um helgina í Stykkishólmi. Jón Viktor hefur hlotið 4½ vinning eftir 5 umferðir.  Annar er Dagur Ragnarsson (2111) með 4 vinninga og þriðji er Davíð Kjartansson (2335) með 3½ vinning.

Hrafnhildur Hallvarðsdóttir, forseti bæjarstjórnar lék fyrsta leikinn fyrir Jón gegn Jóni.

Hrafnhildur Hallvarðsdóttir, forseti bæjarstjórnar í Stykkishólmi lék fyrsta leikinn fyrir Jón í skák hans gegn Jóni. Teflt er við afar góðar aðstæðu í Amtbókasafninu í Stykkishólmi.

Stemmari í Amtbókasafninu. Mynd: KÖE.

Átján keppendur taka þátt í mótinu. Einhverjar munu hafa látið veðrið aftra för sinni í Hólminn en þegar á reyndi reyndist veðrið ekki vera til trafala fyrir ferðalangana. Færð var fín.

Mótinu er framhaldið í dag með umferðum 6-10. Taflmennskan hefst kl. 13.

Mótið á Chess-Results.

 

- Auglýsing -