Parham Maghsoodloo kemur á GAMMA Reykjavíkurskákmótið!

Heimsmeistarinn í skák, 20 ára og yngri, Íraninn Parham Maghsoodloo (2689) verður meðal keppenda á GAMMA Reykjavíkurskákmótinu sem fram fer 8.-16. apríl nk.

Maghsoodloo hefur heldur betur slegið í gegn, tefldi meðal annars á fyrsta borði fyrir þjóð sína á ólympíuskákmótinu í Batumi.

Parham er þekktur fyrir að leggja mikið á sig og hefur sagt í viðtölum að hann stúderi skák í allt að 20 klukkustundir á dag!

Fleiri spennandi keppendur munu bætast við á keppendalistann á næstu vikum.

 

 

 

- Auglýsing -