Verðlaunahafar á Skólameistaramóti Laugalækjarskóla. Mynd: SSB

Jólaskákmót Laugalækjarskóla fór fram mánudaginn 17. desember. Rúmlega 30 keppendur tefldu sex umferðir með sex mínútna umhugsunartíma. Flestir keppendur voru úr sjöunda og áttunda bekk þar sem ríkir þónokkur skákáhugi. Fyrirfram mátti búast við öruggum sigri Gests Andra Brodman. Fór svo að Gestur Andri sigraði örugglega á mótinu en hann vann allar sínar skákir. Í öðru sæti var Snorri Esekíel Jóhannesson og þriðji varð Tindur Eliasen. Tindur varð efstur nemenda úr áttunda bekk, Gestur Andri efstur nemenda í níunda bekk, Vigfús Máni Ólafsson efstur nemenda í tíunda bekk og Adam Son Thai Huynh efstur úr sjöunda bekk.

Nánari úrslit má nálgast hér: http://chess-results.com/tnr401274.aspx?lan=1&art=4

- Auglýsing -