Friðrik Ólafsson afhendi Jóhanni Hjartarsyni sigurlaunin á Friðriksmótinu í fyrra. Mynd: Hilmar Þór Norðfjörð.

Stórmeistarinn Jóhann Hjartarson (2554) sigraði á Friðriksmóti Landsbankans – Íslandsmótinu í hraðskák sem fram fór laugardaginn 15. desember í útibúi bankans í Austurstræti. FIDE-meistarinn Ingvar Þór Jóhannesson (2351) varð annar. Ferðafélagarnir og landsliðsmennirnir, Helgi Áss Grétarsson (2574) og Guðmundur Kjartansson (2399) urðu jafnir í 3.-4. sæti.

Verðlaunahafar Friðriksmótsins ásamt Friðriki sjálfum. Á myndina vantar Batel Goitom Haile.

Mótið var vel sótt venju samkvæmt en 86 keppendur tóku þátt. Tefldar voru 13 umferðir með umhugsunartímanum 3+2.

Mótið hófst með því að Elínborg Kvaran, forstöðumaður markaðsdeildar Landsbankans, lék fyrsta leikinn fyrir Helga Áss gegn Aron Þór Mai. Helgi hóf mótið með miklum látum og vann fyrstu sjö skákirnar. Eftir það hrökk allt í baklás hjá Helga og hlaut hann aðeins 2½ vinning í lokaumferðunum sex. Það sama átti ekki við hjá Jóhanni.

Jóhann byrjaði rólega en vann sex síðustu skákirnar.

Jóhann byrjaði rólega og hafði 5½ vinning eftir 7 umferðir. Hann vann hins vegar sex síðustu skákirnar.

Friðriki afhenti Ingvari silfuverðlaunin.

Ingvar Þór átti einnig góðan endasprett og vann þrjár síðustu skákirnar og krækti nokkuð óvænt í silfrið.

Karl Axel Kristjánsson kom heldur betur á óvart með frábærri frammistöðu.

Frammistaða Karls Axels Kristjánssonar vakti mikla athygli. Karl Axel sem er stigalaus hlaut 8 vinninga og vann með annars Lenku Ptácníková (2109) og Halldór Grétar Einarsson (2144).

Ungir og efnilegir skákmenn settu svip sinn á mótið.

Í lok mótsins fór fram verðlaunaafhending og afhendi Friðrik Ólafsson verðlaunin en mótið er tileinkað honum.

  • Skákstig 2001-2200: Oliver Aron Jóhannesson
  • Undir 2000: Karl Axel Kristjánsson
  • Efsta konan: Lenka Ptácníková
  • Efsti strákur (u16): Vignir Vatnar Stefánsson
  • Efsta stelpa (u16): Batel Goitom Haile
  • Efstir öldungur (y65): Bragi Halldórsson
  • Útdreginn heppinn keppandi:

Skákstjórar voru Þórir Benediktsson og Ólafur Ásgrímsson. Einar Hjalti Jensson sá um beinar útsendingar.

Skáksambandið þakkar Landsbankanum fyrir frábært samstarf nú sem endranær!

Lokastöðuna má nálgast á Chess-Results.

Friðriksmót Landsbankans – Íslandsmótið í hraðskák 2019 verður haldið þann 14. desember!

- Auglýsing -