Carlsen og Duda. Judit Polgar, Arkady Dvorkovich og Emil Sutovsky fylgjast með. Mynd: Maria Emelianova/Chess.com.

Magnús Carlsen (2835) hefur hálfs vinnings forskot á Anish Giri (2783) fyrir lokaumferð Tata Steel-mótsins í Sjávarvík sem fram fer í dag. Þeir mætast og stýrir Hollendingurinn hvítu mönnunum og þarf að vinna hana til að vinna mótið. Það er því ljóst að það verður enginn bráðabani í ár eins og fyrra þegar Norðmaðurinn lagði Giri að velli.

Anish Giri gerði jafntelfi við Radjabov í gær. Maria Emelianova/Chess.com.

Heimsmeistarinn vann Jan-Krzysztof Duda. (2738) í 71 leikja skák í gær.  Giri gerði á sama tíma jafntefli við Teimour Radjabov (2757).

Lokaumferðin hefst kl. 11.

Staðan

Nánar á Chess.com

- Auglýsing -