Skákfélagið Huginn náði forystunni á Íslandsmóti skákfélaga eftir nauman sigur, 4½-3½ á Skákdeild KR. Á sama tíma vann Víkingaklúbburinn Skákdeild Fjölnis einnig með minnsta muni. Staðan er því galopinn þegar aðeins þrjár umferðir eru eftir. Huginn hefur 35 vinninga, Fjölnir hefur 34½ og Víkingaklúbburinn 33 vinninga. Taflfélag Reykjavíkur kemur svo í fjórða sæti með 30½ vinning.
Í sjöundu umferðinni sem hefst kl. 20 í kvöld verður heldur betur toppuppgjör. Huginn og Víkingaklúbburinn mætast Fjölnir mætir Taflfélagi Reykjavíkur. Það má því búast við rafmagnaðri spennu í Rimaskóla í kvöld.
Önnur úrslit urðu þau að Taflfélag Reykjavíkur vann sveit Skákfélags Akureyrar 6-2, Taflfélag Garðabæjar vann b-sveit Taflfélags Reykjavíkur með minnsta muni. Skákdeild Breiðabliks, Bolungarvíkur og Reykjaness vann stórsigur á b-sveit Hugins, 7½-½.
Fjór færðist í fallbaráttuna með þessum úrslitum. TR-b lyfti sér yfir Hugin-b og KR-ingar eru á mun meira lífi en áður, þótt útlitið sé enn afar dökt, eftir stórgóð úrslit gegn Hugin. Í kvöld mætast KR-ingar og b-sveit TR. Huginn-b teflir við TG. Að lokum verður „landsbyggðarslagur“ Akureyringa og Breiðabliks, Bolungarvíkur og Reykjaness.
Mótstaflan í fyrstu deild
Sjöunda umferð hefst í kvöld kl. 20. Þá hefst jafnframt taflmennska í öðrum deildum.
Upplýsingar um styrkleikaraðaða lista, form og keppendaskrár.