Efstu menn á Páskaeggjamóti Hugins. Mynd: Heimasíða Hugins.

Páskaeggjamót Hugins í Mjódd fór fram í 27. sinn síðastliðinn mánudag 1.apríl. Metþátttaka var á mótinu en það skipuðu 75 þátttakendur. Mest hafði áður verið 68 keppendur á því ágæta ári 2007. Nú eins og þá var teflt á hverju einasta borðshorni í Huginsheimilinu frá salnum og alveg inn í skrifstofu. Vegna fjöldans og hve seint þátttakendur skráðu sig tafðist upphaf mótsins töluvert og var því gripið til þess ráðs að fækka umferðum úr sjö í sex. Eftir að mótið sjálft var farið af stað gekk allt nánast eins og í sögu.

Þótt umferðirnar væru bara sex að þessu sinni fengust eins og oftast áður afgerandi úrslit því í þetta sinn sigraði Árni Ólafsson á mótinu með fullu húsi 6v af sex mögulegum. Í öðru sæti var Gunnar Erik Guðmundsson með 5,5v.  Gunnar Erik gerði jafntefli við Önnu Katarinu og efstu tveir tefldu ekki saman á mótinu. Síðan komu jöfn með 5v Kristján Dagur Jónsson, Rayan Sharifa, Adam Omarsson og Guðrún Fanney Briem. Kristján Dagur var hæstur á stigum og hlaut þriðja sætið.

Veitt voru verðlaun í þremur flokkum og af þeim voru tveir aldursflokkar. Í elsta aldursflokknum þeirra sem fæddir voru 2003-2005 voru efstir þeir Árni Ólafsson, Kristján Dagur Jónsson og Jóhann Tómas Portal. Árni var svo einnig sigurvegari mótsins. Stúlknaverðlaun fengu Guðrún Fanney Briem, Anna Katarína Thoroddsen og Soffía Berndsen. Þær tefldu á efstu borðum allt mótið og stóðu sig mjög vel og gáfu strákunum ekkert eftir.

Í flokki þeirra sem fæddir voru 2006 og síðar voru efstir Gunnar Erik Guðmundsson, Rayan Sharifa og Adam Omarsson. Páskaeggjamótið var jafnframt fyrir þá sem eru fæddir 2006 og síðar forkeppni fyrir Reykjavik Open Barnabliz. Þessir þrír verlaunahafar hafa því einnig unnið sér þátttökurétt í úrslitunum sem verða í Hörpu laugardaginn 13. apríl.

Auk þess fékk efsti keppandi í hverjum aldursflokki páskaegg í verðlaun. Ef sá efsti hafði unnið páskaegg í aðalverðlaun fékk sá næsti í aldursflokknum páskaeggið.

Í lokin voru fjögur páskaegg dregin út. Þau sem ekki hlutu verðlaun á mótinu voru svo leyst út með páskaeggi nr. 3 svo enginn færi tómhentur heim.

Eftirtaldir hlutu verðlaun á páskaeggjamótinu:

Flokkur 2003-2005:

 1. Árni Ólafsson, 6v
 2. Kristján Dagur Jónsson, 5v
 3. Jóhann Tómas Portal, 3v

Flokkur 2006 og yngri:

 1. Gunnar Erik Guðmundsson, 5,5v
 2. Rayan Sharifa, 5v
 3. Adam Omarsson, 5v

Stúlkur:

 1. Guðrún Fanney Briem, 5v
 2. Anna Katarina Thoroddsen, 4v
 3. Soffia Berndsen, 4v

Árgangaverðlaun:

 • Árgangur 2013: Birkir Hallmundarson
 • Árgangur 2012: Emilia Embla Berglindardóttir
 • Árgangur 2011: Helgi Þór Atlason
 • Árgangur 2010: Kjartan Halldór Jónsson (Guðrún Fanney Briem)
 • Árgangur 2009: Einar Dagur Brynjarsson
 • Árgangur 2008: Karen Ólöf Gísladóttir (Anna Katarina Thoroddsen)
 • Árgangur 2007: Batel Goitom Haile (Gunnar Erik Guðmundsson)
 • Árgangur 2006: Óttar Örn Bergmann Sigfússon
 • Árgangur 2005: Ívar Patrek Lefort (Árni Ólafsson)

Lokastaðan á páskaeggjamótinu í chess-results

Af heimasíðu Hugins. 

- Auglýsing -