Einn af skemmtilegri hliðarviðburðum GAMMA Reykjavíkurskákmótsins fer fram á föstudaginn en þá verður í annað skiptið haldið alþjóðlegt mót í Fischer-slembiskák (Fischer Random). Mótið var haldið í fyrsta skipti í fyrra þegar mótið var tileinkað því sem orðið hefði 75 ára afmælisdagur heimsmeistarans fyrrverandi. Mótinu var mjög vel tekið í fyrra og verður spennandi að fylgjast með í ár. ECU gefur myndarlega til mótsins þrátt fyrir að mótið sé ekki Evrópumót eins og í fyrra. Efsti maður fær þó sæti í einu af mest spennandi ársins en það verður tilkynnt á næstu dögum!

Fyrirkomulagið verður svipað og í fyrra þar sem 9 umferðir verða tefldar og umhugsunartími verður 10+3 þ.e. 10 mínútur á skákina og 3 sekúndur á hvern leik. Taflið hefst klukkan 13:00. Mótið er opið og hægt er að skrá sig >> hér  <<

Þátttökugjaldið eru 1.000 kr. fyrir keppendur á GAMMA Reykjavíkurskákmótinu en 2.500 kr. fyrir aðra. Til þess að þátttaka verði gild þarf að staðfesta skráningu með greiðslu á mótsstað fyrir klukkan 12:00 á keppnisdag! Mögulegt verður að staðfesta þátttöku á info-deskinu í Hörpu 11. apríl til að flýta fyrir afgreiðslu á föstudeginum.

Byrjunarstöður í Fischer Random eru 960 enda er þessi tegund skákar oft kölluð Chess960 líka. Dregið verður fyrir umferð og staðan sem notust verður við í þeirri umferð birt á skjá. Mjög vel var látið af mótinu í fyrra og ljóst að lítið fer fyrir byrjanaundirbúningi eða kunnáttu í Fischer-slembiskák!

- Auglýsing -