Bragi Þorfinnsson vann á afmælisdaginn! Mynd: Fiona Steil-Antoni.

Fjórða umferð Reykjavíkurskákmótsins var tefld fyrr í dag. Stórmeistarinn Bragi Þorfinnsson fagnaði afmælisdegi sínum rækilega með góðum sigri á Norðmanninum Johan-Sebastian Christiansen.

Eftir nokkuð rólega byrjun virtist staðan á borðinu ekki bjóða upp á mikla sigurmöguleika. Bragi fann hins vegar sniðuga leið til að hrista upp í hlutunum þegar hann gaf biskup og riddara fyrir annan hrók þess norska. Tveir hrókar Braga gegn biskupapari og hrók Norðmannsins. Aukin heldur átti Bragi sterk miðborðspeð sem voru til alls líkleg. Þegar leið á taflið urðu það hin sterku miðborðspeð sem tryggðu sigurinn.

Jóhann Hjartarson vann í dag. Mynd: Fiona Steil-Antoni.

Bragi og Hannes Hlífar Stefánsson eru efstir í mótinu með 3.5 vinning af fjórum mögulegum ásamt nokkrum öðrum skákmönnum. Jóhann Hjartarson kemur skammt undan með þrjá vinninga en hann vann ungstirnið Vigni Vatnar Stefánsson í langri skák. Sigurbjörn Björnsson sem fór mikinn í gær þurfti að játa sig sigraðan fyrir fyrrum Evrópumeistaranum Vladimir Potkin frá Rússlandi eftir góða baráttu.

Séð yfir skáksalinn. Mynd: Fiona Steil-Antoni.

Fimmta umferð hefst á morgun kl. 17. Skákskýringar Þrastar Þórhallssonar hefjast kl. 19.

Heimasíða mótsins

Skákskýringar á ensku (hefjast þegar 2 klst eru liðnar af umferð)

Skákir á Chess24

Útsending 4. umferðar:  https://www.twitch.tv/videos/409040191

- Auglýsing -