Séð yfir skáksalinn. Mynd: Fiona Steil-Antoni.

Fimmta umferð GAMMA Reykjavíkurskákmótsins hefst kl. 17 í dag. Í dag eru ríflega 50 keppendanna í ferð um Gullna hringinn með viðkomu að gröf Fischers og Fischer-setrinu. þeirra á meðal er Vladimir Potkin.

Stórmeistararnir Hannes Hlífar Stefánsson (2558) og Bragi Þorfinnsson (2436) eru meðal níu keppenda sem deila efsta sæti með 3½ vinning eftir 4 umferðir. Jóhann Hjartarson (2520), Guðmundur Kjartansson (2444) og Erlingur Jensson (1559) hafa 3 vinninga.

Helstu viðureignir Íslendinga í dag (allar sýndar beint):

 

 

 

 

 

Skákskýringar Þrastar Þórhallssonar hefjast kl. 19.

Frídagur er á mótinu á morgun á sjálfu mótinu. Veislan heldur samt áfram en á morgun fer fram Fischer-slembiskákarmót hefst kl. 13 og Pub kviss hefst kl. 20:30 annað kvöld. Hvorug tveggja í Hörpu.

Heimasíða mótsins

Skákskýringar á ensku (hefjast þegar 2 klst eru liðnar af umferð)

Skákir á Chess24

Útsending 4. umferðar:  https://www.twitch.tv/videos/409040191

- Auglýsing -