Bóksala Stefáns heldur áfram í Hörpu í dag. Nokkrir nýir titlar eru í boði. Einna helst ber að nefna nýútkomna bók um feril Vladimir Kramnik.

Um bókina:

 Vladimir Kramnik – The Inside Story of a Chess Genius by Carsten Hensel. The title describes the content well, but to add a little, Carsten Hensel was Kramnik’s manager for many years, so this biography really is the inside story of Kramnik’s life and career. Since you are reading a chess blog, I am sure you know there have been plenty of dramatic matches in Kramnik’s career: Kasparov, Leko, Topalov and Anand. This book takes the reader behind the scenes with Team Kramnik.

Þá ber að nefna bókina Woodpecker method eftir sænsku stórmeistarana Axel Smith og Hans Tikkanen. Bókin hefur að geyma yfir 1000 skákþrautir og lýsingar á aðferðarfræðinni til að leysa þær. Hugmyndafræðin er í stuttu máli sú að fara yfir allar skákþrautirnar á ákveðið löngu tímabili og gera það svo aftur og aftur þangað til maður getur leyst þær allar á einum degi eða svo. Þessi aðferð nýttist þeim sænsku til að stórbæta árangur sinn, sérstaklega í taktík og tímahraki. Björn Ívar Karlsson og Sigurbjörn Björnsson hafa mælt með bókinni og fáeinir titilhafar, þar á meðal ónefndur stórmeistari, hafa fest kaup á bókinni síðustu daga í Hörpu.

Í dag fimmtudag og á laugardag og sunnudag verða tilboð á fáeinum titlum.

 

- Auglýsing -