Petrosian og Lami frá í gær. Mynd: Fiona

Níunda og síðasta umferð GAMMA Reykjavíkurskákmótsin hefst kl. 11 í Hörpu. Mikil spenna er fyrir lokaumferðina og ljóst að ýmislegt getur gerst. Þrír skákmenn efstir og jafnir. Geri þeir jafntefli getur farið svo að afar margir deili með sér efstu verðlaununum.

Jafnir og efstir með 6½ vinning eru Rúmenarnir og herbergisfélagarnir Constantin Lupulescu (2634) og Mircea-Emilan Parligras (2633) og enski stórmeistarinn Gawain Jones (2698). Rúmenarnir mætast í lokaumferðinni en Jones teflir við Hollendinginn Erwin L´Ami (2647) sem er einn fjórtán skákmanna með 6 vinninga.

Jóhann Hjartarson (2520) og Guðmundur Kjartansson (2444) eru meðal þeirra sem eru í deildu sjötta sæti.  Dagur Ragnarsson (2380), Bragi Þorfinnsson og Hannes Hlífar Stefánsson (2558) hafa 5 vinninga.

Á Íslandi er mikið einvalalið af skákstjórum sem hafa haldið frábærlega utan um mótshaldið. Mynd: Fiona

Eins og áður sagði hefst lokaumferðin kl  11. Jóhann Hjartarson fær krefjandi verkandi en hann mætir íranska stórmeistaranum Alireza Firouzja (2669) í lokaumferðinni. Guðmundur og Hannes tefla saman, Bragi fær svart á armenska stórmeistarann Sergei Movsessian (2637).  Án efa mun augu margra íslenskra skákáhugamanna beinast að skák Dags Ragnarsson sem teflir við hollenska alþjóðlega meistarann Robby Kevlishili (2451). Degi dugar jafntefli til að ná sínum lokaáfanga að alþjóðlegum meistaratitli.

Eftirtaldar skákir Íslendinga verða sýndar beint í lokuamferðinni

 

 

 

Alls konar aukaverðlaun verða veitt og þar er er staða margra Íslendinga góð.

Adam Omarsson er efstur í flokknum bestur árangur miðað við eigin skákstig. Hörður Jónasson og Erlingur Jensson eru einnig afar ofarlega.

Ólafur Kristjánsson er efstur í flokki öldunga (65+) og Júlíus Friðjónsson annar.

Dagur Ragnarsson er annar í flokki þeirra sem hafa 2201-2200 skákstiig. Jóhann Ingvason og Símon Þórhallsson eru í 2. og 3. sæti í flokki þeirra sem hafa 2001-2200 skákstig.

Tilvalið í fjölmenna í Hörpu!

- Auglýsing -