Verðlaunahafar í yngri flokki í fyrra.

Landsmótið í skólaskák fer fram í húsnæði Skákskóla Íslands, Faxafeni 12, um helgina 3.-5. maí. Þátt taka 24 ungmenni sem koma víðs vegar af frá landinu. Að venju verður teflt um Íslandsmeistaratitil í tveimur flokkum, yngri flokki (1-7. bekk) og eldri flokki (8-10. bekk).

Mótið á sér langa sögu en fyrsta Landsmótið var haldið árið 1979 á Kirkjubæjarklaustri. Þá vann Jóhann Hjartarson eldri flokkinn. Síðan þá hafa allir sterkustu skákmenn þjóðarinnar teflt á Landsmóti og má þar nefna stórmeistarana Hannes Hlífar Stefánsson, Héðin Steingrímsson, Helga Áss Grétarsson, Þröst Þórhallsson og Hjörvar Stein Grétarsson.

Mótið verður sett föstudaginn 5. maí kl. 17. og hefst fyrst umferð strax að henni lokinni. Á föstudeginum verða tefldar fjórar skákir með 20 mínútna umhugsunartíma auk þess sem 5 sekúndur bætast við í hverjum leik. Fimmta umferð hefst á laugardag kl. 10.00. Þá verður tefld kappskák, með 90 mínútna umhugsunartíma + 30 sekúndur á leik. Sömu tímamörk sjöttu og sjöundu umferð. Sú sjötta hefst kl. 15.00 og lokaumferðin kl. 10 á sunnudagsmorgun.

Landsmótsstjóri er Ingibjörg Edda Birgisdóttir.

- Auglýsing -