Heimsmeistarinn hefur augo með Nepo. Mynd: Lennart Ootes / Grand Chess Tour

Ian Nepomniachtchi (2775) er í miklum ham um þessar mundir. Hann hefur byrjað best allra á Grand Chess Tour-mótinu í Zagreb í Króatíu og hefur fullt hús eftir þrjár umferðir. Hann vann góðan sigur á Shakhriyar Mamedyarov (2774) í gær.  Nepo er nú kominn í fjórða sætið á lifandi skákstigum  með 2791 skákstig.

Öðrum skákum lauk með jafntefli og þar með skák Magnúsar Carlsen (2875) og Fabiano Caruana (2819). Heimsmeistarinn er í 2.-3. sæti með 2 vinninga ásamt Wesley So (2754).

Ítarlega umfjöllun má finna á Chess.com.

Fjórða umferð hefst í dag kl. 14.30. Carlsen mætir Mamedyarov en Nepo teflir við Sergey Karjakin (2748).

Umfjöllun Ingvars Þórs Jóhannessonar um skák Carlsens og Anands úr 2. umferð má finna hér:

- Auglýsing -