Sigursveit Hörðuvallaskóla F.v. Stephan Briem, Arnar Milutin, Vignir Vatnar Stefánsson, Sverrir Hákonarson og Gunnar Finnsson liðsstjóri. — Morgunblaðið/Kjartan Briem

Hörðuvallaskóli í Kópavogi vann yfirburðasigur í eldri aldursflokki á Norðurlandamóti grunnskólaveita sem fram fór í Stokkhólmi um síðustu helgi. Sveitin hlaut 19 vinninga af 20 mögulegum og vann með miklum yfirburðum. Í 2. sæti kom sænski Engelbrektsskolan með 14 vinninga og í 3. sæti kom danskur skóli. Þetta er hæsta vinningshlutfall sem nokkur skáksveit hefur fengið í sögu NM grunnskóla.

Vignir Vatnar og Sverrir unnu allar skákir sínar en Stephan og Arnar Milutin hlutu 4½ vinning af 5 mögulegum. Hörðuvallaskóli var einnig með sveit í yngra flokki Norðurlandamótsins og varð í þriðja sæti, sem gaf bronsverðlaun.

Haustmót TR hafið

Teflt er í þrem átta manna riðlum og opnum flokki á Haustmóti Taflfélags Reykjavíkur sem hófst á sunnudaginn. Teflt er þrisvar í viku og lýkur keppni því fyrir Íslandsmót skákfélaga. þegar tefldar höfðu verið tvær umferðir voru línur aðeins farnar að skýrast en í A-flokki höfðu Hjörvar Steinn Grétarsson og Guðmundur Kjartansson unnið báðar skákir sínar, Símon Þórhallsson og Guðni Stefán Pétursson höfðu gert það sama í B-flokki og einnig Pétur Pálmi Harðarson og Frakkinn Aasef Alashtar í C-flokki. Meira um mótið í næsta pistli.

Heimsbikarmótið í Khanty Mansiysk

128 skákmenn hófu keppni sl. þriðjudag í heimsbikarmóti FIDE sem fram fer í Khanty Mansiysk í Síberíu. Þeir tveir sem að lokum munu tefla um efsta sætið fá þátttökurétt í áskorendamótinu sem verður haldið á næsta ári en sigurvegarinn þar öðlast réttinn til að skora á heimsmeistarann. Keppnisfyrirkomulagið í Khanty er með hefðbundnu sniði, útsláttarkeppni sjö umferðir alls. Í hverri umferð nema þeirri síðustu er byrjað á tveim kappskákum og ef ekki fást úrslit er gripið til skáka með styttri umhugsunartíma. Í lokaumferðinni verða hins vegar tefldar fjórar kappskákir. Talsvert var um óvænt úrslit í 1. umferð en meðal þeirra sem féllu úr keppni voru öflugir stórmeistarar á borð við Pólverjann Radoslaw Wojtaszek sem tapaði 0:2 fyrir Norðmanninum Johan Sebastian-Christiansen. Tékkinn David Navara tefldi við Rússann Daniil Yuffa og tapaði ½:1½.

Einn þeirra sem hafa byrjað vel er margfaldur skákmeistari Rússlands, Peter Svidler. Honum hefur oft gengið vel á þessum vettvangi og átti ekki í miklum erfiðleikum með Kúbumanninn Albornoz í seinni skák þeirra:

Peter Svidler – Cabrera Albornoz

Sikileyjarvörn

1. e4 c5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 d6 4. O-O Bd7 5. He1 Rf6 6. c3 a6 7. Bf1 Bg4 8. d4 Bxf3

Þekkt er framhaldið 8. … cxd4 9. cxd4 d5 10. e5 Rg8 og nú 11. e6!? Bxe6 12. Hxe6 fxe6 13. Rc3 eða 13. Db3 og hvítur hefur dágóðar bætur fyrir skiptamun.

9. gxf3 cxd4 10. cxd4 d5 11. e5 Rh5 12. e6 g6 13. Rc3 f5?!

Vafasöm ákvörðun að skilja peðið eftir á e6. Skynsamlegra var að leika 13. … Rg7.

14. Db3! Rxd4 15. Dxb7 Hb8?

Hann varð að finna skjól fyrir kónginn og leika 15. … Bg7.

16. Dxa6 Rxf3+ 17. Kh1 Dc7 18. Da4+ Kd8

Kóngurinn er ekki á sérlega öruggu svæði þarna en svartur hótar þó máti. En nú gerir Svidler út um taflið.

19. Bf4! Rxf4 20. Rb5 Db6 21. Rd4!

– og svartur er va

Helgi Ólafsson helol@simnet.is

Skákþættir Helga Ólafssonar í Morgunblaðinu birtast viku síðar á Skák.is. Þessi skákþáttur birtist 14. september 2019

Skákþættir Morgunblaðsins.

- Auglýsing -