Áskell sveið Braga í gær og er í 2.-4. sæti. Mynd: GB

Júlíus Friðjónsson (2115) vann Jón Kristinsson (2107) í fjórðu umferð Íslandsmóts öldunga (+65) sem fram fór í gær. Júlíus hefur 3½ vinning og vinnings forskot á næstu menn. Jón, Áskell Örn Kárason (2252) sem vann Braga Halldórsson (2110) og Björgvin Víglundsson (2188), sem gerði jafntefli við Sævar Bjarnason (2096), eru í 2.-4. sæti.

Úrslit 4. umferðar

Staðan eftir 4. umferð


Fimmta og næstsíðasta umferð fer fram í dag og hefst kl. 15.

Sævar og Björgvin gerðu jafntefli. Björgvin er í 2.-4. sæti og mætir Júlíusi í dag. Mynd: GB

Þá mætast Björgvin og Júlíus í afar mikilvægri skák. Á öðru borði mætast Jón og Áskell.

Pörun fimmtu umferðar

Teflt er húsnæði Skákskóla Íslands, Faxafeni 12.

Kristján Örn Elíasson er ekki bara einn besti skákstjóri landsins heldur býður einnig uppá beinar útsendingar frá mótinu. Allar skákir síðustu þriggja umferðanna eru í beinni.

Dagskrá:

5. umferð á morgun, laugardaginn 21. september, kl. 15:00
6. umferð á sunnudaginn, 22. september, kl. 13:00

Mótið á Chess-Results.

- Auglýsing -