Mynd: Kirill Merkuryev/FIDE

Undanúrslitum Heimsbikarmótsins í skák lauk í gær. Teimor Radjabov vann Maxime Vachier-Lagrave og þurfti aðeins tvær skákir til þess. Ding Liren þurfti meira að hafa fyrir hlutunum en hann vann landa sinn Yu Yangyi eftir bráðabana

Nánar má lesa um undanúrslitin í gær á Chess.com.

Línurnar hverjir munu tefla á áskorendamótinu í skák hafa töluvert skýrst. Auk Ding Liren og Radjabov hefur Fabiano Caurana, sem áskorandinn í fyrra, þegar tryggt sér keppnisrétt. Það að Ding sé kominn áfram tryggir nánast örugglega leið Anish Giri hans leið í áskorandamótið þar sem hann hefur nú langhæstu stig þeirra sem ekki komast áfram á annan hátt. Samsæriskenningar voru um það Ding myndi tapa fyrir Yu Yangyi í ljósi þess og taka sætið sjálfir á stigum. En það var alls ekki leiðin sem Kínverjarnir fóru.

Martin Bennedik hefur haldið utan um hverning baráttan um sætin á áskorendamótinu stendur

Frídagur er í dag. Á morgun hefst 4ja skáka einvígi Dings og Radjabovs um sigurinn á Heimsbikarmótinu.

- Auglýsing -