Skákframtíðin tók virkan þátt í námskeiði um helgina!

Skáksamband Íslands bauð um helgina áhugasömum skáknemendum að taka þátt í helgarnámskeiði með skákþjálfurunum Oleksandr Sulypa og Birni Ívari Karlssyni. Stórmeistarinn Sulypa hefur síðan á vordögum starfað við verkefnið Skákframtíðina sem hefur það að markmiði að bjóða efnilegum krökkum upp á enn fleiri tækifæri til afreksþjálfunar.

Þátttakendur í helgarnámskeiðinu voru 17 og komu víðs vegar að. Sulypa fræddi nemendur m.a. um ákvarðanatöku í taktískum stöðum og nákvæmni í útreikningum ásamt því að kynna nemendur fyrir leyndardómum endataflsins. Kennslan tók samtals sex klukkustundir og fengu nemendur í lokin að spreyta sig á prófi sem Sulypa lagði fyrir. Námskeiðið tókst vel og hlustuðu nemendur af athygli á úkraínska landsliðsþjálfarann.

Kennalandsliðið hlustar á Sulypa.

Í kvöld hitti svo Sulypa kvennalandsliðið. Á morgun mun hitta landsliðið í opnum flokki sem tekur þátt í EM landsliða í Batumi í haust. Sulypa verður landsliðsþjálfari Úkraínu þar.

- Auglýsing -