Sögulegu Haustmóti SA er nú lokið. Alls voru þátttakendur 20 talsins, sem er með því mesta sem verið hefur síðustu ár. Einkum var ánægjulegt hversu margir ungir og upprennandi skákmenn tóku nú þátt og voru þar margir að heyja eldraun sína á alvöru skákmóti. Andri Freyr, sem undanfarin ár hefur oft verið nærri því að landa stórum titlum, var nú öryggið uppmálað og vann allar sínar skákir, sjö að tölu. Hart var barist um næstu sæti og í baráttunni um silfrið urðu þau jöfn, Elsa María Kristínardóttir og Stefán G Jónsson. Þau geru jafntefli í hörkuskák sín á milli, en unnu aðrar skákir, fyrir utan viðureignina við Andra. Fimm og hálfur vinningur í hús hjá þeim. Fjórði varð hinn bráðefnilegi Arnar Smári Signýjarson með fimm vinninga. Heill vinningur var í næstu menn, en þeir Robert Thorarensen, Hilmir Vilhjálmsson, Eymundur Eymundsson og Sigurður Eiríksson hlutu allir fjóra vinninga. Sjá heildarúrslit hér á eftir.
nafn | stig | vinn |
Andri Freyr Björgvinsson | 2056 | 7 |
Elsa María Kristínardottir | 1863 | 5,5 |
Stefán G Jónsson | 1677 | 5,5 |
Arnar Smári Signýjarson | 1481 | 5 |
Robert Thorarensen | 0 | 4 |
Hilmir Vilhjálmsson | 0 | 4 |
Sigurður Eiríksson | 1810 | 4 |
Eymundur Eymundsson | 1608 | 4 |
Arna Dögg Kristinsdóttir | 1432 | 3,5 |
Fannar Breki Kárason | 1370 | 3,5 |
Árni Jóhann Arnarsson | 0 | 3 |
Markús Orri Óskarsson | 0 | 3 |
Hjörleifur Halldórsson | 1796 | 3 |
Heiðar Ólafsson | 1257 | 3 |
Gunnar Logi Guðrúnarson | 0 | 2,5 |
Gabríel Freyr Björnsson | 1357 | 2,5 |
Sigþór Árni Sigurgeirsson | 0 | 2 |
Emil Andri Davíðsson | 0 | 2 |
Jökull Máni Kárason | 0 | 2 |
Alexía Lív Hilmisdóttir | 0 | 1 |
Lokastaðan á Chess-Results