Omar Salama býður keppendur velkomna.

Fyrsta umferð EM landsliða hófst rétt í þessu í Batumi í Georgíu þegar Omar Salama, yfirdómari mótsins, opnaði umferðina og bauð Zurab Azmaiparashvili að leika fyrsta leik mótsins.

Ísland mætir liði Frakka sem eru hér án sinna allra sterkustu manna.

Dagur Ragnarsson hvílir í fyrstu umferð.

Skák er engin mömmuleikur – gæti Ingvar verið að hugsa.

Hægt er að fylgjast með skákunum beint á Chess24.

- Auglýsing -