Sunnudagsmót á Stofunni. Hönnun: Þórður Grímsson.

Sunnudaginn 17. nóvember mun fara fram allsherjar skákmaraþon með fjórtan umferða hraðskákmóti á Stofunni milli kl. 16 og 20. Þriggja mínútna umhugsunartími verður fyrir hverja skák með tveggja sekúndna viðbótartíma eftir hvern leik.

Þátttökugjald er 1000 krónur og hámarksfjöldi keppenda 40, allir velkomnir.

Skráning gengur vel og hægt er að skrá sig á meðfylgjandi tengli eða í gula kassanum hérna á skak.is:

https://forms.gle/7wjsn5Atpqe99jif9

Skráðir keppendur (uppfært á 1-2 daga fresti):

https://chess-results.com/tnr486974.aspx?lan=1

Þórður Grímsson hannaði þetta fallega plakat fyrir mótið, allar upplýsingar um mótið má einnig finna þar.

- Auglýsing -