Frá HM öldunga. Mynd: Facebooksíða mótsins.

Áskell Örn Kárason (2271) hefur 3½ vinning að loknum 5 umferðum á HM landsliða sem fram fer í Búkarest í Rúmeníu. Í fjórðu umferð gerði hann jafntefli við rússnesku goðsögnina Yuri Balashov (2457). Áskell er aðeins vinningi fyrir neðan efstu menn. Sævar Bjarnason (2085) byrjaði illa en hefur nú unnið tvær skákir í röð og hefur 2½ vinning.

Frídagur var í dag en mótið heldur áfram á morgun. Skák Áskels gegn rússneska alþjóðlega meistaranum Leonied Raikin (2100) verður sýnd beint.

Alls taka 192 skákmenn frá 43 löndum þátt í flokki Áskels og Sævars. Þar á meðal eru 9 stórmeistarar og 34 alþjóðlegir meistarar.

- Auglýsing -