Sigurður Ingason var í banastuði í mótinu. Vann 3 skákir í röð og hækkaði langmesta allra. Mynd: Skák.is/Gerd Densing.

Lokaumferð EM taflfélaga fór fram í gær í Svartfjallalandi. Víkingar gerðu 3-3 jafntefli við finnska klúbbinn SK Ninja en Taflfélag Reykjavíkur tapaði fyrir ísraelska félaginu Rehovot, með minnsta muni, 2½:3½.

Hjá Víkingaklúbbnum unnu Davíð Kjartansson, Gunnar Freyr Rúnarsson og Sigurður Ingason sínar skákir. Sigurður vann sína þriðju skák í röð – allt gegn stigahærri mönnum.

Hjá TR vann Mohamed Ezat sína skák en Helgi Áss Grétarsson, Margeir Pétursson og Ingvar Þór Jóhannesson gerðu jafntefli.

Úrslit 7. umferðar


Bæði liðin hlutu 6 stig. TR endaði í 37. sæti en Víkingar í 39. sæti.

Árangur einstakra liðsmanna

 

Eins og venjulega gekk skákmönnunum íslensku liðanna upp og niður. Af þeim þréttan sem tefldu fyrir íslensku liðin hækkuðu 4 á stigum en 9 lækkuðu. Sigurður Ingason hækkar langmest allra eða um 44 skákstig. Einnig hækkuðu Björn Þorfinnsson (+8), Artur Jakubiec (+3) og Margeir Pétursson (+2) á stigum.

Margeir fékk flesta vinninga TR-inga eða 4,5 vinning. Mohammed Ezat hlaut 4 vinninga. Björn fékk flesta vinninga Víkinga eða 5 talsins. Artur Jaklaut 4,5 vinning. Siguður Ingason stóð sig hlutfallslega best allra með 3 vinninga í 4 skákum.

- Auglýsing -