Isey skyr skákhátíðin á Hótel Selfossi hefst næsta mánudag kl. 17:30  með málþingi um stöðu skákíþróttarinnar á Íslandi. Guðmundur G. Þórarinsson, Gunnar Björnsson, Jóhann Hjartarsson, Jóhanna Björg Jóhannsdóttir, Sigurbjörn Björnsson  og Tinna Kristín Finnbogadóttir munu vera með erindi og taka þátt í pallborðsumræðum. Eftir málþingið verður boðið upp á súpu.

Að loknu málþinginu verður opnunarhátíð Isey skyr skákhátíðarinnar. Þar munu m.a. taka til máls Guðni Ágústsson, fyrrv. ráðherra og Gísli Halldór Halldórsson bæjarstjóri Árborgar. Þar verður dregið um töfluröð á heimsmeistaramótinu á skákhátíðinni. Þar munu keppa 10 fyrrverandi heimsmeistarar.

Sjá má upplýsingar um skákhátíðina og heimmeistarana á vefsíðu hátíðarinnar.

- Auglýsing -