Krakkaskákmótið á Skákhátíðinni á Hótel Selfossi fór fram nú á laugardaginn. Rétt rúmlega 20 keppendur mættu til leiks en það var stigahæsti keppandinn, Gunnar Erik Guðmundsson, sem kom sá og sigraði. Tefldar voru sjö umferðir og hafði Gunnar Erik sigur í öllum sínum skákum. Í næstu sætum komu svo þeir Adam Omarsson og Ottar Sigfússon.

Hart var barist á öllum borðum og krakkarnir höfðu mjög gaman af taflmennskunni.

 

Einnig var keppt um flokkaverðlaun

Í U10 varð Arnar Frey Orrason hlutskarpastur.

Gunnar Erik varð hlutskarpastur í U12 flokknum

Óttar hafði svo sigur í U16 flokknum.

 

Nokkrar myndir frá mótinu

Það tekur stundum á að tapa!
Menn vel merktir í Blikabúningum!

 

Verðlaunahafar á mótinu.
Skákstjórn var í öruggum höndum “don Roberto” Róberts Lagerman. Með honum voru Jon Olav Fivelstad og Kristján Örn til taks.
Keppendur voru allir leystir út með bíómiða og íspinna
Hlutskarpastir í U12
Efstu keppendur í U10

Úrslit á Chess-Results

- Auglýsing -