Hjörvar Steinn Grétarsson hélt sigurgöngu sinni áfram á Open Suðurlandsmótinu á Ísey Skyr Skákhátíðinni á Hótel Selfossi. Hjörvar lagði að velli Guðmund Gíslason að þessu sinni og gaf sem fyrr engin færi á sér.

Jón Viktor og Bragi sættust á skiptan hlut en Davíð Kjartansson og Vignir Vatnar unnu sínar skákir og eygja möguleika á öðru sæti í mótinu.

 

Það kemur í hlut Davíðs Kjartanssonar að sjá hvort að Hjörvar sé ósigrandi og að reyna að stoppa fulla húsið. Vignir Vatnar mun reyna að stela öðru sætinu af Jóni Viktori og landsliðsmennirnir Guðmundur Kjartansson og Bragi Þorfinnsson mætast. Lokaumferðin hefst klukkan 13:00!

Mótið á Chess-Results

- Auglýsing -