Salurinn á Garðabæ er glæsilegur.

Jóhanna Björg Jóhannsdóttir (1933) er efst á Íslandsmóti kvenna að lokinni annarri umferð sem fram fór í gær. Jóhanna vann Tinnu Kristínu Finnbogadóttur (1838) og hefur fullt hús. Lenka Ptácníková (2099), sem vann Sigríði Björg Helgadóttur (1682) og Lisseth Acevedo Mendez (1849), sem gerði jafntefli við Sigurlaugu R. Friðþjófsdóttur (1690) eru næstar með 1½ vinning. Guðlaug Þorsteinsdóttir (1994) lagði Hrund Hauksdóttur (1804) að velli.

Þriðja umferð fer fram í dag og hefst kl. 16.

Beinar útsendingar á Chess24.

Landsliðsflokkur kvenna á Chess-Results.

Batel Goitom Haile (1559) og Guðrún Fanney Briem (1209) eru efstar í áskorendaflokki kvenna með fullt hús.

Áskorendaflokkur kvenna á Chess-Results. 

Mótið er haldið semeiginlega af Skáksambandinu og Taflfélagi Garðabæjar sem fagnar 40 ára afmæli í ár.

 

- Auglýsing -